Júróvision - Úrslit

Ég er MJÖG SÁTT við úrslitin og ég vona að við komumst loksins uppúr undankeppninni í Serbíu í maí. Ég bjóst samt við því að lagið hans Barða myndi vinna eins og margir aðrir. LoL

Regína og Friðrik Ómar stóðu sig frábærlega. Eins og Páll Óskar sagði: "Þau nelgdu þetta". Mér fannst miklu betra að heyra lagið á ensku heldur en íslensku. Grin

Þau í Merzeders klub stóðu sig miklu betur heldur en síðast, en samt fannst mér byrjunin á laginu frekar falsktur en þau náðu sér á strik og þetta var mjög gott hjá þeim. Rebekka var miklu öruggari núna heldur en síðast. En ég held að þau hafi auglýst lagið of mikið, þess vegna hafi það ekki unnið.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valsarinn

Hvernig var það með Silvíu nótt? Var það ekki auglýst endalaust? Var EKKI besta lagið þá en vann samt...

Valsarinn, 24.2.2008 kl. 13:24

2 identicon

Mér fannst þau í Merzeders klub vera fölsk, en hún var örugari núna en síðast rétt hjá þér. Ég er mjög sátt að Friðrík og Regína séu að fara fyrir okkur. Heyrumst Dagrún.

Kveðja Svana

svana (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Til hamingju við öll. bæði þeir sem elska þessa keppni og hata. Ég er sannfærður að við verðum með á lokakvöldinu þann 24 mai og munum ná langt. Friðrik Ómar og Regína voru frábær....nú er sko gaman að vera íslendingur.

Júlíus Garðar Júlíusson, 24.2.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt ég sé engan veginn að fíla sigurlagið þá fannst mér gott hversu afgreandi þessi sigur var, ef marka má eitthvert blaðið í morgun. Yfir 50% á móti 23% fyrir Mercedes Club. Ég vona að gengi MC verði gott á öðrum vettvangi. Ástæðan fyrir því hversu falskt fyrstu tónarnir hljómuðu er sú að þau heyrðu ekki neitt í tónlistinni og þurftu að syngja út í tómið. Ekki gott, það var víst margt sem fór úrskeiðis hjá hljóðmönnunum þarna um kvöldið en nú er þetta að baki og ég óska ykkur, sem kunnið að meta Eurobandið, til hamingju.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.2.2008 kl. 17:06

5 Smámynd: Dagrún Þórný Marínardóttir

Já, talandi um klúður hjá hljóðmönnum. Í byrjunaratriðinu þá heyrðist ekkert í Eyjólfi Kristjáns þegar hann var að syngja lagið Eitt lag enn með Siggu Beinteins og það heyrðist heldur ekkert í Telmu þegar hún var að syngja Tell Me með Eyjólfi og Nei eða Já með Siggu.

ÚPS......

Dagrún Þórný Marínardóttir, 25.2.2008 kl. 17:25

6 identicon

Jæja Dagrún, hann vinnufélaginn þinn hefur nú útbúið sinn persónulega lista yfir bestu lög keppninnar eftir að hafa eytt dágóðum tíma á EscTV í að horfa á myndböndin. Listinn er eftirfarandi, ekki í neinnri sérstakri röð:

  • Litáen
  • Pólland
  • Búlgaría
  • Úkraína
  • San Marínó
  • Tyrkland
  • Danmörk
  • Rússland
  • Írland
  • Sviss

Þetta  eru mín topp 10.Hlátur

 Einar

Einar Björn Bjarnason (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband